Okkar þjónusta

Um Blómagallerí

Verslunin Blómagalleri var opnuð 7.júní 1991 af systrunum Hansínu (Sínu) og Jórunni Jóhannesdætrum. Sumarið 2017 tók Hrafnhildur Þorleifsdóttir við keflinu eftir að hafa ljáð Blómagalleríinu krafta sína um nokkurt skeið.

Hrafnhildur er faglærður blómaskreytir og lærði til verka í Árósum í Danmörku. Hún er því undir miklum skandinavískum áhrifum og blandar listilega saman nýjum straumum og stefnum við rótgróinn Vesturbæjarsjarma Blómagallerísins. Hún er óhrædd við að feta nýjar slóðir og kynna til leiks sjaldséðar blómategundir og nýjar áherslur í skreytingum.

Allt frá upphafi hefur verið lögð mikil áhersla á gott úrval af afskornum blómum og pottaplöntum ásamt sérvalinni gjafavöru. Teymið fer reglulega erlendis til að fá innblástur og fylgjast með nýjungum, og nýtur þess svo að miðla því til viðskiptavina.

Einstök upplifun, fagleg og persónuleg þjónusta er í fyrirrúmi hjá Blómagalleríinu sem sýnir sig einnig best í traustum og ánægðum kúnnahóp í öll þessi ár.

Smátt eða stórt, metnaður og ástríða er alltaf í fyrirrúmi.

Hér erum við

Hafðu samband

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.